Innlent

Rúmar 6 milljónir fóru í laun

Listamönnum sem komu fram á tónleikum sem haldnir voru til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í Hallgrímskirkju, var greitt ríflega 6,2 milljónir fyrir framlag sitt. Ekki hefur verið gefið upp hve mikið hver þeirra fékk fyrir sinn snúð. Alls komu fram fjórir einsöngvarar, 23 tónlistarmenn og yfir 250 kórfélagar á tónleikunum. Hagnaður af tónleikum reyndist tæpar 5 milljónir króna. Tekjur vegna seldra aðgöngumiða námu tæplega 8 milljónum króna en heildartekjur námu alls ríflega 13 milljónum króna. Heildarkostnaður var tæpar átt og hálf milljón króna. Forsvarsmenn tónleikanna segjast þakklátir listamönnunum fyrir stórkostlegt framlag til verkefnisins og þeir harma jafnframt að umræða um umsamdar lágmarksþóknanir til þeirra skuli hafa orðið jafn fyrirferðarmikil og raun ber vitni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×