Tjónið nemur einni milljón 10. desember 2004 00:01 Fimmtugur maður var að gefa á garðann þegar gólfið hrundi og maðurinn og um 100 kindur féllu niður um rúmlega einn metra í fjárhúsum við bæinn Víðihlíð við Mývatn á fimmtudaginn. Féð var nýrúið og ruddist að garðanum þegar maðurinn byrjaði að gefa. "Enginn veit hvað gerðist annað en að gólfið hrundi og maðurinn með. Kindurnar fóru á sund innan um spýtnabrakið í kjallaranum. Það var mjög lítill skítur þarna, þetta var aðallega vatn. Það var nýbúið að hreinsa skítinn út og dæla inn vatni svo að skíturinn legðist ekki á gólfið," segir Héðinn Sverrisson, bóndi á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit. Maðurinn sem féll niður er um fimmtugt. Hann bjargaði sér upp úr kjallaranum með því að klifra upp garðaenda sem hékk ofan í vatnið en varð fyrir áfall við slysið. Hann varð að fara að næsta bæ til að hringja á hjálp því að GSM-síminn hans virkaði ekki eftir að hafa lent í vatninu. Eiginkona Héðins og þýsk vinnukona á bænum hringdu á hjálp en sjálfur stökk Héðinn strax upp í traktor og braut upp hurðina á kjallaranum. "Það kom strax þónokkur hópur syndandi út," segir Héðinn. Um 20 rollur drápust en heilsufarið á hinum var þokkalegt og eru þær nú komnar í hús á nágrannabæ. "Það er ótrúlegt hvað kindur sem manni fannst vera að gefa upp öndina hresstust þegar þær komust í hita og fengu rétt meðal. Það leið stuttur tími þangað til þær stóðu á fætur og fóru að éta," sagði Héðinn. Maðurinn sem féll niður var ekki búinn að jafna sig til fulls í gær en þó nægilega til þess að fara suður með systur sinni til að sækja bíl sem Héðinn var að kaupa en sú ferð hafði verið skipulögð fyrir löngu. Héðinn og konurnar tvær fengu ammoníaksbruna og voru böðuð af hjúkrunarfræðingi. Um 30 manns var í björgunarliðinu sem kom að fjárhúsunum, þar á meðal félagar í björgunarsveitinni í Mývatnssveit. Tjónið er hátt í eina milljón króna. Héðinn er vel tryggður en segir að sér skiljist að tryggingarnar borgi ekki nema tjón á fatnaði og síma, ekki húsum eða fénaði Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fimmtugur maður var að gefa á garðann þegar gólfið hrundi og maðurinn og um 100 kindur féllu niður um rúmlega einn metra í fjárhúsum við bæinn Víðihlíð við Mývatn á fimmtudaginn. Féð var nýrúið og ruddist að garðanum þegar maðurinn byrjaði að gefa. "Enginn veit hvað gerðist annað en að gólfið hrundi og maðurinn með. Kindurnar fóru á sund innan um spýtnabrakið í kjallaranum. Það var mjög lítill skítur þarna, þetta var aðallega vatn. Það var nýbúið að hreinsa skítinn út og dæla inn vatni svo að skíturinn legðist ekki á gólfið," segir Héðinn Sverrisson, bóndi á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit. Maðurinn sem féll niður er um fimmtugt. Hann bjargaði sér upp úr kjallaranum með því að klifra upp garðaenda sem hékk ofan í vatnið en varð fyrir áfall við slysið. Hann varð að fara að næsta bæ til að hringja á hjálp því að GSM-síminn hans virkaði ekki eftir að hafa lent í vatninu. Eiginkona Héðins og þýsk vinnukona á bænum hringdu á hjálp en sjálfur stökk Héðinn strax upp í traktor og braut upp hurðina á kjallaranum. "Það kom strax þónokkur hópur syndandi út," segir Héðinn. Um 20 rollur drápust en heilsufarið á hinum var þokkalegt og eru þær nú komnar í hús á nágrannabæ. "Það er ótrúlegt hvað kindur sem manni fannst vera að gefa upp öndina hresstust þegar þær komust í hita og fengu rétt meðal. Það leið stuttur tími þangað til þær stóðu á fætur og fóru að éta," sagði Héðinn. Maðurinn sem féll niður var ekki búinn að jafna sig til fulls í gær en þó nægilega til þess að fara suður með systur sinni til að sækja bíl sem Héðinn var að kaupa en sú ferð hafði verið skipulögð fyrir löngu. Héðinn og konurnar tvær fengu ammoníaksbruna og voru böðuð af hjúkrunarfræðingi. Um 30 manns var í björgunarliðinu sem kom að fjárhúsunum, þar á meðal félagar í björgunarsveitinni í Mývatnssveit. Tjónið er hátt í eina milljón króna. Héðinn er vel tryggður en segir að sér skiljist að tryggingarnar borgi ekki nema tjón á fatnaði og síma, ekki húsum eða fénaði
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira