Innlent

Lögregla rannsakar æðiskast

Sýslumaðurinn í Dalasýslu hefur óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri rannsaki atvikið sem varð á bæ í Dölunum í gær, þegar æði rann á heimilisföðurinn og hann stórskemmdi lögreglubíl embættisins með stjórri hjólaskóflu. Að sögn Önnu Birnu Þráinsdóttur sýslumanns, var hún ásamt lögmanni og lögreglumanni komin út úr lögreglubílnum þegar árásin var gerð og voru þau þrjú aldrei sjálf í hættu að hennar mati. Eftir að árásarmaðurinn var yfirbugaður var hann fluttur á sjúkrastofnun í Reykjavík og er þar enn. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvar fjölskylda hans er, en hún var ekki heima í gær. Tilgangur sýslumanns með komu sinni á bæinn í gær, var að taka fjárnám hjá bóndanum. Að örðu leiti vildi sýlsumaður sem minnst tjá sig um málið, þar sem Ríkislögreglustjóri myndi rannsaka það til hlýtar og lögreglumenn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru komnir á vettvang til rannsóknar. Eftir því sem Fréttaastofan kemst næst hefur maðurinn ekki komist í kast við lögin áður og stundaði reglulega vinnu, en ekki hefðbundinn búskap með skepnur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×