Sport

Spurs vann fimmta í röð

Tim Duncan fór fyrir sínum mönnum þegar San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni. Duncan skoraði 34 stig og tók 13 fráköst þegar liðið lagði Philadelphia 76ers, 88-80. Gregg Popovich, þjálfari Spurs, var ánægður með sinn mann. "Hann bar liðið á herðum sér í kvöld og sýndi hversu mikill leiðtogi hann er," sagði Popovich. Spurs hefur aðeins tapað einum leik fram til þessa og er í efsta sæti suðvesturriðilsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×