Sport

Giggs hafnar tilboði United

Ryan Giggs, kantmaður Manchester United, hefur hafnað nýju samninstilboði félagsins um eins árs framlenginu á samningi sínum. Giggs vill enda feril sinn hjá United og hafði því vonast eftir að tilboð United myndi gera honum það kleift, en svo var ekki. "Ég vona að forráðamenn United komi aftur til mín með samning til lengri tíma en við verðum bara að bíða og sjá", sagði Giggs sem gerði United gagntilboð í vikunni. Giggs hefur verið lykilmaður í gríðarlegri sigurgöngu United á undanförnum áratug eftir að hann skaust fram á sjónarsviði 17 ára gamall árið 1990. Síðan þá hefur hann rakað saman 8 meistaratitlum, 4 bikarmeistaratitlum og einum Evrópubikar svo eitthvað sé nefnt. Giggs er sigursælasti leikmaður í sögu United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×