Innlent

Sjónarhóll opnar

Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, opnaði formlega á laugardaginn að viðstaddri ríkisstjórn Íslands, forsetahjónunum og bakhjörlum miðstöðvarinnar. Þá var rúmt ár liðið síðan 60 milljónir söfnuðust í landssöfnun fyrir húsnæði Sjónarhóls. Ragna M Marínósdóttir formaður Sjónarhóls segir peningana hafa dugað fyrir húsnæðinu að Háaleitisbraut 13 og öllu sem til þurfti svo starfsemin gæti hafist. "Þetta er yndislegt húsnæði og staðsetningin góð því í húsinu voru fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra en nú hafa bæst við Sjónarhóll og aðildarfélögin; Umhyggja, Þroskahjálp og ADHD-samtökin. Okkur hefur tekist að búa til góða, miðlæga miðstöð þar sem fólk getur fengið ráðgjöf og upplýsingar hjá Sjónarhóli og komið til félaganna í leiðinni. Þannig lítum við með björtu ljósi til framtíðar um gott samstarf og að geta auðveldað fjölskyldum barna með sérþarfir eins mikið og hægt er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×