Sport

Chelsea í 16 liða úrslitin

Chelsea hefur fyrst liða tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á CSKA Moskva í H-riðli en liðið hefur unnið alla 4 leiki sína í riðlinum til þessa. Arjen Robben skoraði markið á 24. mínútu en strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks klúðruðu heimamenn vítaspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af á 69. mínútu fyrir Mateja Kezman. Rússarnir höfðu algera yfirburði í síðari hálfleik og þegar upp var staðið höfðu  heimamenn átt 19 skot að marki Chelsea sem að sama skapi náðu 10 skotum að marki heimamanna. Þá fengu Rússarnir 13 hornspyrnur en Chelsea aðeins eina. 7 leikir eru á dagskrá nú kl 19.45. Viðureign Barcelona og AC Milan verður sýnd beint á Sýn. Stax á eftir þeim leik verður markaþáttur þar sem sýnd verða mörkin úr leikjum kvöldsins og strax á eftir verður sýnd upptaka frá leik Arsenal og Panathinakos. Leikir kvöldsins í Meistaradeildinni eru: Arsenal-Panathinaikos PSV-Rosenborg Barcelona-Milan Celtic-Shakhtar Bremen-Anderlecht Inter-Valencia CSKA Moskva-Chelsea  Porto-PSG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×