Erlent

Brasilískur sigurvegari

Pricilla de Almeda, læknanemi frá Brasilíu, var kjörin ungfrú jörð í fegurðarsamkeppni sem haldin var á Filippseyjum um helgina. Í keppninni, sem var fyrst haldin fyrir þremur árum, er reynt að vekja athygli umheimsins á umhverfismálum. Alls tóku sextíu manns þátt í ár. Fjórar efstu stelpurnar í keppninni fengu titla sem þær eiga að bera. Auk ungfrú jarðar var ungfrú eldur valin, ungfrú loft og ungfrú vatn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×