Erlent

Love Parade í Tel Aviv

Dúndrandi tekknótónlist og taumlaus ást svifu yfir vötnum í Tel Aviv í Ísrael í gær þegar hin árlega ástarganga, eða Love Parade, fór fram. Þúsundir fáklæddra kroppa dilluðu sér glaðlega á götum borgarinnar. Ástargangan á rætur sínar að rekja til Berlínar, þar sem hún var fyrst gengin fyrir rúmum áratug, en hefur raunar tapað töluverðum vinsældum síðan. Veðrið í Ísrael hentar hins vegar mun betur til þess að fækka fötum og hnykkja mjöðmum í nafni ástarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×