Erlent

Staðan betri í Darfur en í Írak

Súdönsk stjórnvöld hafa tekið betur á ástandinu í Darfur en Bandaríkjamenn á ástandinu í Írak, sagði Mustafa Osman Ismael, utanríkisráðherra Súdans, í viðtali við BBC. Hann sakaði bandaríska stjórnmálamenn um að notfæra sér ástandið í Darfur til að bæta ímynd sína í aðdraganda komandi þing- og forsetakosninga í Bandaríkjunum. "Þetta er afrískt vandamál, það þarfnast afrískrar lausnar," sagði Ismael. Súdanstjórn býr við þá ógn að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að beita Súdana efnahagsþvingunum stöðvi þeir ekki borgarastríðið í Darfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×