Allt logar í málaferlum 18. október 2004 00:01 Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjórum árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þessara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblikanar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjörseðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er innanríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikönum í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innanríkisráðherrann úr Repúblikanaflokknum hefur sakað ríkissaksóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með framkvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segjast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjórum árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þessara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblikanar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjörseðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er innanríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikönum í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innanríkisráðherrann úr Repúblikanaflokknum hefur sakað ríkissaksóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með framkvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segjast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira