Erlent

Bush og Kerry hrósa Reeve

Forsetaframbjóðendurnir George Bush og John Kerry fara báðir fögrum orðum um leikarann Christopher Reeve, sem lést í gær. Bush sagði í gær að ofurmaðurinn fyrrverandi hefði verið tákngervingur hugrekkis, jákvæðni og ákveðni og það væri ekki að ástæðulausu að hann hefði verið fyrirmynd milljóna manna. Ummæli John Kerry í gær voru á svipaða leið; hann sagði Reeve eiga stóran þátt í þeim framförum sem orðið hefðu í rannsóknum á stofnfrumum, enda hafi baráttuþrek hans verið með ólíkindum. Kerry sagði Reeve ósvikna hetju í mannsmynd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×