Erlent

Mubarak í Róm

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, kom í opinbera heimsókn til Ítalíu í gær aðeins þremur dögum eftir að mannskæð sprenging við Rauðahafið varð 33 mönnum að bana, þar á meðal tveimur ítölskum ferðamönnum. Mubarak fundaði með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í Róm. Ræddu þeir meðal annars um hryðjuverkaárásina, ástandið í Írak og stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. Mubarak mun aftur hitta Berlusconi í dag áður en hann fer í heimsókn til Parísar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×