Erlent

Slapp með skrekkinn

Fulltrúar á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton samþykktu ályktun þar sem stuðningi er lýst við að breskt herlið verði áfram í Írak með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og samþykki íraskra stjórnvalda. Mikill meirihluti þingfulltrúa samþykkti tillöguna með lófaklappi. Fyrr um daginn felldu þingfulltrúar ályktun grasrótarinnar um að stjórnin ætti að dagsetja brotthvarf breska hersins frá Írak og að það brotthvarf ætti að eiga sér stað fljótlega. 85 prósent þingfulltrúa greiddu atkvæði gegn ályktuninni sem hefði verið vandræðaleg fyrir Tony Blair, leiðtoga flokksins, en ekki bindandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×