Erlent

Eftirlitsbúnaður á skólabörn

Eftirlitsbúnaði hefur verið komið fyrir á nemendum í nokkrum japönskum grunnskólum. Búnaðurinn sendir frá sér boð í nema sem skrá hvenær börnin mæta í skólann og hvenær þau yfirgefa hann. "Meira en sjötíu prósent foreldra voru hlynnt tilrauninni," sagði Ichiro Ishihara, kennari í einum skólanna sem hafa tekið búnaðinn upp. Hægt er að senda foreldrum smáskilaboð þegar börn þeirra yfirgefa skólann. Ástæðan að baki tilrauninni er sögð sú að skólayfirvöld og foreldrar vilji auka öryggi nemenda. Glæpatíðni er mun hærri í Japan en hún var fyrir nokkrum árum og telur meirihluti Japana land sitt orðið hættulegt fyrir börn sín og sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×