Erlent

Spænskir guðsmenn ósáttir

Rómversk-Kaþólska kirkjan á Spáni hefur gagnrýnt fyrirætlanir ríkisstjórnar Spánar um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Búist er við að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd á Spáni strax á næsta ári, nokkuð sem fellur kirkjunnar mönnum vægast sagt illa í geð. Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Spáni líkir slíkum hjónaböndum við samfélagsvírus og segir þau vægast sagt óeðlileg og áhrifin verði afar neikvæð. Zapaterro, nýr forsætisráðherra Spánar vill losa landið undan ægisvaldi kirkjunnar og gera það frjálslyndara en hingað til. Þetta fellur kirkjunnar mönnum skiljanlega illa í geð, en áhrif þeirra á stefnumótun á Spáni hefur smám saman verið að fjara út síðan stjórnartíð Fransesco Franco lauk árið 1975.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×