Erlent

Ekkert vitað um starfsmann CNN

Ekkert er vitað um örlög fréttaframleiðanda frá fréttastöðinni CNN sem rænt var á Gasa-ströndinni í gær. Palestínskar öryggissveitir leita mannsins sem byssumenn rændu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kom til Gasa. Ahmed Kúrí sagði við fréttamenn að mannránið væri andstætt hagsmunum Palestínumanna og að ekki væri hægt að líða það. Talsmenn Hamas-samtakanna hafa fordæmt mannránið, segja það brot á tjáningarfrelsinu og andstætt siðferðiskennd Palestínumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×