Erlent

Hálfíslenskur Hallgrímur

Danir eru flestum þjóðum fimari í að framleiða áhugavert sjónvarpsefni. Nýjasta afurð frænda vorra er spennuþáttaröð þar sem hálfíslenskur lögregluþjónn er aðalsöguhetjan. Nýja þáttaröðin ber nafnið Örninn, en þar er sagt frá lögregluþjóninum Hallgrími Erni Hallgrímssyni sem er af íslensku bergi brotinn. Hallgrímur Örn, sem leikinn af danska leikaranum Jens Albinus, glímir við mikla tilvistarkreppu meðfram því að koma glæpamönnum á bak við lás og slá. Þótt Ísland blandist ekki með beinum hætti inn í atburðarásina þá er mikið gert úr bakgrunni Hallgríms og meðal annars birtast svipmyndir héðan sem eiga að gerast í barnæsku hans. Örninn er samvinnuverkefni allra ríkisreknu sjónvarpsstöðvanna á Norðurlöndunum og eru þættirnir framleiddir af sama fólki og gerði Rejseholdet og Nikolaj og Júlíu sem Íslendingum eru að góðu kunnir. Hópur danskra blaða- og fréttamanna er nú staddur á Íslandi til að fylgjast með kynningu DR á þáttunum en Icelandair hafði milligöngu um að kynningin yrði haldin hér. Þættirnir verða hins vegar ekki teknir til sýninga hjá Sjónvarpinu fyrr en eftir áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×