Fréttahaukur hleypur á sig 26. september 2004 00:01 Frægðarsól bandaríska fréttamannsins Dan Rather hefur hnigið hratt eftir að upp komst að minnisblöð sem sýnd voru í fréttaþættinum "60 Minutes II" voru fölsuð. Í blöðunum kom fram að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefði notið sérstakra forréttinda á meðan hann gegndi herþjónustu í þjóðvarðliði Texas-ríkis og óhlýðnast skipunum. Rather baðst afsökunar í liðinni viku á mistökunum en þá hafði tæpur hálfur mánuður liðið síðan þættinum var sjónvarpað á CBS sjónvarpsstöðinni um öll Bandaríkin. Repúblikanar eru að vonum æfir og þykir þessi aldni fréttahaukur hafa beðið gífurlegan álitshnekki af málinu. Dan Rather er kominn hátt á áttræðisaldur og hefur lifað og hrærst í heimsfréttunum síðustu hálfa öldina. Hann vakti fyrst verulega athygli árið 1963, þá ungur fréttamaður í Texas, þegar Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur í Dallas. Æ síðan hefur hann verið í eldlínunni og flutt löndum sínum fréttir af helstu viðburðum samtímans. Til dæmis kom hann til Íslands árið 1986 vegna leiðtogafundar þeirra Reagans og Gorbachevs. Ólafur Sigurðsson var þá fréttamaður hjá Sjónvarpinu og hafði af honum örlítil kynni. "Hann hafði mikla aðstöðu við Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og lýstust húsin við Tjörnina upp þegar kösturunum var beint að sviðsmyndinni hjá honum." Óli Tynes, fréttamaður, hitti Rather tíu árum síðar á framboðsfundi Bill Clintons í Virginíuríki. "Hann var ósköp svipaður útlits á skjánum nema ögn lægri í loftinu og auðvitað ekki eins fínt klæddur heldur í gallabuxum og safarí-jakka. Hann bauð af sér góðan þokka og var alþýðlegur í framkomu við okkur hina." Ólafur bendir hins vegar á að Rather sé óvinsæll meðal margra starfsbræðra sinna því hann þyki harðdrægur og sínkur á sviðsljósið. Hafa samstarfsmenn hans hrakist úr starfi vegna hans, til dæmis fréttakonan Connie Chung.. Burtséð frá atburðum síðustu daga þá eru þeir Ólafur og Óli sammála um að Rather sé afar snjall fréttamaður sem hefur unnið sig upp í fréttastjórastjórastöðuna hjá CBS algerlega á eigin verðleikum. Hins vegar greinir þá á um hvaða áhrif fölsunarmálið mun hafa á stöðu Rathers. Á meðan Óli telur að Bandaríkjamenn verði fljótir að fyrirgefa honum mistökin þá segir Ólafur að hann sé heppinn að hafa haldið starfinu eftir að hafa beðið alltof lengi með að biðjast afsökunar. "Hann sem fréttastjóri hjá stöðinni verður að taka ábyrgð á svo skelfilegum mistökum." Eins og títt er um bandaríska fjölmiðlamenn þykir Rather hallur undir Demókrataflokkinn og það gerir stöðu hans enn verri í þeirri orrahríð sem hann stendur nú í. Búast má því við að hann setjist fljótlega í helgan stein, rúinn trausti. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Frægðarsól bandaríska fréttamannsins Dan Rather hefur hnigið hratt eftir að upp komst að minnisblöð sem sýnd voru í fréttaþættinum "60 Minutes II" voru fölsuð. Í blöðunum kom fram að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefði notið sérstakra forréttinda á meðan hann gegndi herþjónustu í þjóðvarðliði Texas-ríkis og óhlýðnast skipunum. Rather baðst afsökunar í liðinni viku á mistökunum en þá hafði tæpur hálfur mánuður liðið síðan þættinum var sjónvarpað á CBS sjónvarpsstöðinni um öll Bandaríkin. Repúblikanar eru að vonum æfir og þykir þessi aldni fréttahaukur hafa beðið gífurlegan álitshnekki af málinu. Dan Rather er kominn hátt á áttræðisaldur og hefur lifað og hrærst í heimsfréttunum síðustu hálfa öldina. Hann vakti fyrst verulega athygli árið 1963, þá ungur fréttamaður í Texas, þegar Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur í Dallas. Æ síðan hefur hann verið í eldlínunni og flutt löndum sínum fréttir af helstu viðburðum samtímans. Til dæmis kom hann til Íslands árið 1986 vegna leiðtogafundar þeirra Reagans og Gorbachevs. Ólafur Sigurðsson var þá fréttamaður hjá Sjónvarpinu og hafði af honum örlítil kynni. "Hann hafði mikla aðstöðu við Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og lýstust húsin við Tjörnina upp þegar kösturunum var beint að sviðsmyndinni hjá honum." Óli Tynes, fréttamaður, hitti Rather tíu árum síðar á framboðsfundi Bill Clintons í Virginíuríki. "Hann var ósköp svipaður útlits á skjánum nema ögn lægri í loftinu og auðvitað ekki eins fínt klæddur heldur í gallabuxum og safarí-jakka. Hann bauð af sér góðan þokka og var alþýðlegur í framkomu við okkur hina." Ólafur bendir hins vegar á að Rather sé óvinsæll meðal margra starfsbræðra sinna því hann þyki harðdrægur og sínkur á sviðsljósið. Hafa samstarfsmenn hans hrakist úr starfi vegna hans, til dæmis fréttakonan Connie Chung.. Burtséð frá atburðum síðustu daga þá eru þeir Ólafur og Óli sammála um að Rather sé afar snjall fréttamaður sem hefur unnið sig upp í fréttastjórastjórastöðuna hjá CBS algerlega á eigin verðleikum. Hins vegar greinir þá á um hvaða áhrif fölsunarmálið mun hafa á stöðu Rathers. Á meðan Óli telur að Bandaríkjamenn verði fljótir að fyrirgefa honum mistökin þá segir Ólafur að hann sé heppinn að hafa haldið starfinu eftir að hafa beðið alltof lengi með að biðjast afsökunar. "Hann sem fréttastjóri hjá stöðinni verður að taka ábyrgð á svo skelfilegum mistökum." Eins og títt er um bandaríska fjölmiðlamenn þykir Rather hallur undir Demókrataflokkinn og það gerir stöðu hans enn verri í þeirri orrahríð sem hann stendur nú í. Búast má því við að hann setjist fljótlega í helgan stein, rúinn trausti.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira