Erlent

Ókeypis laxveiði í Noregi

Norsk yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að bjóða almenningi til ókeypis laxveiða í ám í Suður- Hörðalandi og er fólk hvatt til að veiða allt hvað það getur. Það er þó ekki fyrir gjafmildi eða ummhyggju fyrir þegnunum að stjórnvöld gera þetta heldur hefur orðið vart við tugi þúsunda strokulaxa á svæðinu. Þessir strokulaxar hafa sloppið út úr laxeldiskvíum, að sögn Intra Fish, og er með þessu reynt að lágmarka tjónið sem af því kann að hljótast í ánum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×