Erlent

Kerry gagnrýnir draumaheim Bush

John Kerry segir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hafi verið fenginn til að halda erindi á Bandaríkjaþingi í dag til þess að láta líta út fyrir að gangur mála í Írak sé í lagi. Reyndin sé hins vegar önnur, eins heyra megi af hermönnum á vettvangi og af skýrslum leyniþjónustunnar, CIA. Kerry segir útilokað að lýðræðislegar kosningar verði haldnar í Írak á næsta ári, enda sé landið enn uppfullt af lokuðum bardagasvæðum. Þá hefur Kerry einnig gagnrýnt ummæli George Bush frá því í gær, þar sem hann sagði að faéinir einstaklingar kæmu í veg fyrir framþróun í Írak. Haldi Bush að hryðjuverkamenn í Írak séu „faéinir", lifi hann augljóslega í draumaheimi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×