Erlent

Mugabe úthúðar Bush og Blair

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, segir George Bush hegða sér eins og hann sé guð almáttugur, með Tony Blair sem spámann sinn. Þessu lýsti Mugabe yfir á fundi Sameinuðu Þjóðanna í New York, þar sem hann sagði Bandaríkin og Bretland sprengja saklausa Íraka í nafni lýðræðis. Öðrum þjóðum væri gert skylt að hlýta þeirri heimssýn að Bush væri pólitískur Guð og Blair spámaður hans. Mugabe uppskar mikið lófatak fyrir ræðu sína, þar sem hann úthúðaði utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Bretlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×