Engin opinber rannsókn í Beslan 7. september 2004 00:01 Engin opinber rannsókn fer fram á því hvernig hryðjuverkamenn gátu falið vopn í skólanum í Beslan og hertekið hann. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er mótfallinn slíkri rannsókn og viðræðum við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu. Hann segir eins hægt að bjóða Ósama bin Laden til fundar í Hvíta húsið. Pútín hefur sætt töluverðri gagnrýni undanfarna daga. Annars vegar er honum legið á hálsi fyrir að hafa ekki leyst deiluna í Tsjetsjeníu, eins og hann hét að gera áður en hann var kjörinn forseti, og hins vegar þykir hann ekki hafa séð til þess að hryðjuverkavarnir og öryggismál væru í lagi. Jafnt stjórnmálaskýrendur sem stjórnarandstæðingar og almenningur velta því fyrir sér hvernig hryðjuverkamenn gátu laumað sér inn í barnaskóla og falið þar heilt vopnabúr, síðan hertekið skólann og haldið þar tólf hundruð gíslum. Loks sæta öryggissveitir gagnrýni fyrir framgöngu sína á föstudaginn þegar 335 hið minnsta týndu lífi. Pútín ræddi við erlenda blaðamenn í gærkvöldi og var þá alls ekki á því að hefja opinbera rannsókn á atburðunum og svara þannig gagnrýninni. Hann sagði slíka rannsókn ekki skila neinu. Þvert á móti væri hætta á að rannsókn yrði að pólitískum farsa með neikvæðum afleiðingum. Hann sagðist þó ekki myndu leggjast gegn því að rússneska þingið fyrirskipaði opinbera rannsókn. Sjálfur vill Pútín að rannsakað verði hvað gerðist, hver beri ábyrgð og hverjum beri að refsa. Það telur hann hins vegar rétt að gera á bak við luktar dyr. Pútín vill ekki heldur ræða við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna. Hann sagði í viðtali við dagblaðið Guardian að þeir sem vildu viðræður við uppreisnarleiðtoga í Tsjetsjeníu væru samviskulausir og spurði hvort ekki væri þá rétt að bjóða Ósama bin Laden til Brüssel eða í Hvíta húsið í Washington til að ræða kröfur hans. Enginn hefði rétt til að skipa Rússum að setjast að samningaborði með barnamorðingjum. Í dag er búist við í minnsta lagi hundrað þúsund manns við minningarathöfn við Kreml í Moskvu til að minnast þeirra sem féllu í bardögum sérsveitanna og hryðjuverkamannanna í Beslan. Stjórnvöld standa fyrir samkomunni eins og öðrum minningarathöfnum í helstu borgum Rússlands í dag og gær. Stjórnarandstaðan gagnrýnir þann hátt og segir að athöfnunum sé snúið upp í stuðningssamkomur við Pútín til að drepa gagnrýninni á dreif. Fjölmiðlar í Rússlandi finna einnig fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum. Til að mynda var ritstjóri dagblaðsins Izvestia rekinn í gær en blaðið vakti athygli á laugardaginn þegar enginn texti var á forsíðu þess eins og venjulega, heldur einungis mynd af barni sem reynt var að bjarga úr klóm hryðjuverkamannanna. Á Vesturlöndum heyrast einnig gagnrýnisraddir. Framkvæmdastjóri NATO hefur boðað til fundar með fulltrúum aðildarríkja sambandsins og Rússlands til að ræða stöðu mála í Tsjetsjeníu. Erlent Fréttir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Engin opinber rannsókn fer fram á því hvernig hryðjuverkamenn gátu falið vopn í skólanum í Beslan og hertekið hann. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er mótfallinn slíkri rannsókn og viðræðum við aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu. Hann segir eins hægt að bjóða Ósama bin Laden til fundar í Hvíta húsið. Pútín hefur sætt töluverðri gagnrýni undanfarna daga. Annars vegar er honum legið á hálsi fyrir að hafa ekki leyst deiluna í Tsjetsjeníu, eins og hann hét að gera áður en hann var kjörinn forseti, og hins vegar þykir hann ekki hafa séð til þess að hryðjuverkavarnir og öryggismál væru í lagi. Jafnt stjórnmálaskýrendur sem stjórnarandstæðingar og almenningur velta því fyrir sér hvernig hryðjuverkamenn gátu laumað sér inn í barnaskóla og falið þar heilt vopnabúr, síðan hertekið skólann og haldið þar tólf hundruð gíslum. Loks sæta öryggissveitir gagnrýni fyrir framgöngu sína á föstudaginn þegar 335 hið minnsta týndu lífi. Pútín ræddi við erlenda blaðamenn í gærkvöldi og var þá alls ekki á því að hefja opinbera rannsókn á atburðunum og svara þannig gagnrýninni. Hann sagði slíka rannsókn ekki skila neinu. Þvert á móti væri hætta á að rannsókn yrði að pólitískum farsa með neikvæðum afleiðingum. Hann sagðist þó ekki myndu leggjast gegn því að rússneska þingið fyrirskipaði opinbera rannsókn. Sjálfur vill Pútín að rannsakað verði hvað gerðist, hver beri ábyrgð og hverjum beri að refsa. Það telur hann hins vegar rétt að gera á bak við luktar dyr. Pútín vill ekki heldur ræða við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna. Hann sagði í viðtali við dagblaðið Guardian að þeir sem vildu viðræður við uppreisnarleiðtoga í Tsjetsjeníu væru samviskulausir og spurði hvort ekki væri þá rétt að bjóða Ósama bin Laden til Brüssel eða í Hvíta húsið í Washington til að ræða kröfur hans. Enginn hefði rétt til að skipa Rússum að setjast að samningaborði með barnamorðingjum. Í dag er búist við í minnsta lagi hundrað þúsund manns við minningarathöfn við Kreml í Moskvu til að minnast þeirra sem féllu í bardögum sérsveitanna og hryðjuverkamannanna í Beslan. Stjórnvöld standa fyrir samkomunni eins og öðrum minningarathöfnum í helstu borgum Rússlands í dag og gær. Stjórnarandstaðan gagnrýnir þann hátt og segir að athöfnunum sé snúið upp í stuðningssamkomur við Pútín til að drepa gagnrýninni á dreif. Fjölmiðlar í Rússlandi finna einnig fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum. Til að mynda var ritstjóri dagblaðsins Izvestia rekinn í gær en blaðið vakti athygli á laugardaginn þegar enginn texti var á forsíðu þess eins og venjulega, heldur einungis mynd af barni sem reynt var að bjarga úr klóm hryðjuverkamannanna. Á Vesturlöndum heyrast einnig gagnrýnisraddir. Framkvæmdastjóri NATO hefur boðað til fundar með fulltrúum aðildarríkja sambandsins og Rússlands til að ræða stöðu mála í Tsjetsjeníu.
Erlent Fréttir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira