Erlent

Ritstjóri rússneska Forbes myrtur

Ritstjóri rússnesku útgáfu viðskiptatímaritsins Forbes var skotinn til bana fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins í Moskvu í gærkvöldi. Paul Khlebnikov var nýkominn út af skrifstofu sinni þegar bifreið ók upp að honum og hann var skotinn nokkrum sinnum. Óstaðfestar fregnir herma að tvenns konar skothylki hafi fundist á vettvangi, sem gæti þýtt að morðingjarnir hafi verið tveir. Viðskiptatímaritið Forbes hóf útgáfu á rússnesku í apríl síðastliðnum og birti meðal annars nýlega lista yfir ríkustu Rússana. Þar kom til dæmis fram að í Moskvu búa fleiri milljarðamæringar en í nokkurri annarri borg. Ekki er vitað hvaða ástæður liggja að baki því, að Khlebnikov var myrtur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×