Erlent

Boða fjölmenn mótmæli

Mótmælendur í Belfast hyggjast efna til fjölmennra mótmæla á mánudag til að mótmæla því að þeim hefur verið bannað að ganga um hverfi kaþólskra til að minnast sigurs mótmælenda yfir kaþólikkum í orrustunni við Boyne árið 1690. Óraníureglan hefur staðið fyrir árlegum göngum sem hafa iðulega orðið kveikjan að átökum sem hafa tvisvar þróast yfir í ofsafengna götubardaga milli mótmælenda og kaþólikka. Því hefur lögreglan bannað þeim að fara um Ardoyne, hverfi kaþólikka. Þetta eru félagar í óraníureglunni ósáttir við og segja forsvarsmenn þeirra að 10.000 manns taki þátt í mótmælum á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×