Erlent

Kanar finnast varla undir stýri

Innan við fimmti hver leigubílstjóri í New York er fæddur í Bandaríkjunum og hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra. Samkvæmt útreikningum úr nýjasta manntali Bandaríkjanna eru nær 40.000 manns skráðir leigubílstjórar í New York. Af þeim eru 84 prósent innflytjendur til Bandaríkjanna. Manntalið er gert á tíu ára fresti og var það síðasta gert árið 2000. Árið 1990 voru 64 prósent leigubílstjóra í New York innflytjendur og aðeins 38 prósent árið 1980. Fleiri leigubílstjórar eru fæddir í Vestur-Indíum (23 prósent) en Bandaríkjunum (16 prósent). Næst flestir eru fæddir í Suður-Asíu, þaðan kemur fimmti hver leigubílstjóri í New York.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×