Erlent

Húsið að veði í kosningabaráttunni

Viktor Yushchenko, óháður frambjóðandi til embættis forseta Úkraínu, hefur hafnað öllum fjárframlögum stjórnmálaflokka og hyggst fjármagna baráttu sína sjálfur. Til þess hefur hann tekið lán og lagt húsið sitt að veði. Með þessu er hann talinn vilja sýna að hann sé hafinn yfir spillingu sem er landlæg í Úkraínu. Auk bankaláns, með veð í íbúðinni þar sem hann býr ásamt konu sinni og fimm börnum, hefur hann fengið lán frá vinum og samstarfsmönnum að sögn talsmanns síns. Yushchenko er alla jafna vinsælasti stjórnmálamaður Úkraínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×