Þrjár breytingar í frumvarpinu 5. júlí 2004 00:01 Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lögunum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvakamiðlum en samkvæmt eldri lögunum var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarpsleyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að," segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Þrjár breytingar eru í nýju lögunum. Markaðsráðandi fyrirtæki má nú eiga tíu prósent í ljósvakamiðlum en samkvæmt eldri lögunum var miðað við fimm prósent. Gildistöku laganna er frestað til 1. september árið 2007 en eldri lögin tóku strax gildi. Þriðja breytingin er sú að verði fjölmiðlafyrirtækin ekki búin að aðlaga sig að ramma laganna fyrir gildistöku þeirra er heimilt að afturkalla öll útvarpsleyfi. Samkvæmt eldri lögunum áttu þau að fá að renna út. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. Hann segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landinu sem ég held að enginn vilji stuðla að," segir Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira