Össur biðlar til Halldórs 4. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur berlega í skyn að Framsóknarflokknum standi betri vist til boða í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn stjórnarflokkanna reyna enn að ná samkomulagi um lagafrumvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Stefnt er að því að halda ríkisstjórnarfund klukkan 18 í dag. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Bylgjunni nú rétt áðan. Þar taldi hann Framsóknarflokkinn hafa hvað eftir annað gleypt við hverju vandræðamálinu á eftir öðru frá Sjálfstæðisflokknum og við slíkar aðstæður yrði tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra með sjálfstæðismönnum samfelld píslarganga, einsog hann orðaði það. Össur telur framtíðina verða ríkisstjórninni mjög þungbæra því flokkarnir tveir eigi eftir að rífast um svo margt. Þeir eigi eftir að reyna að leiða þetta mál til lykta, takast á um skattamálin, heilbrigðismálin og menntamálin. Formaður Samfylkingar benti á að Halldór Ásgrímsson ætti fleiri möguleika; til væri önnur vist í ríkisstjórn en með Sjálfstæðisflokki. Össur sagðist samt ekki hafa trú á að Halldór hefði áhuga á að leita eftir öðrum samstarfsaðilum að svo stöddu. Stjórnarflokkarnir virðast hafa nálgast málamiðlun í málinu en til þessa hefur borið mikið í milli varðandi ákvæði um hvort, og þá hve margir, kosningabærra manna þurfa að segja nei við fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Heimildir fréttastofu herma að sjálfstæðismenn hafi í upphafi krafist þess að minnst helmingur allra kosningabærra manna yrðu að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Það þýðir að ef 214 þúsund manns eru á kjörskrá yrðu minnst 107 þúsund kjósendur að segja nei. Ef kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði 75%, þyrftu tveir af hverjum þremur sem kjósa að segja nei, en ekki aðeins helmingur. Forystumaður úr röðum framsóknarmanna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkar hugmyndir hefðu verið alveg út úr kortinu og brytu vafalaust í bága við stjórnarskrána. Af þeim sökum kæmi ekki til greina að fallast á slíkar tillögur. Sjálfstæðismenn yrðu að lækka þetta hlutfall verulega til að flokkarnir næðu saman. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var einnig gestur hjá Arnþrúði fyrr í morgun. Hann telur að sjálfstæðismenn eigi ekki að hvika frá því að minnst 44 prósent allra sem eru á kjörskrá þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Rökstuðningur hans felst í því að kjörsókn í þingkosningum í fyrra hafi verið 88 prósent og að fleiri en þeir sem kusu ríkisstjórnina verði að segja nei til að fella fjölmiðlalögin. Pétur telur það skynsamlegast rökfræðilega, óháð því hve margir greiði atkvæði, því fulltrúar þjóðarinnar séu búnir að taka ákvörðun Ráðherrar beggja flokka sem fréttastofan ræddi við í morgun telja þó líklegt að flokkarnir nái saman fyrir fund ríkisstjórnar sem hefst klukkan 18 í dag. Hægt er að hlusta á fréttina, þ.á m. brot úr viðtölum Arnþrúðar Karlsdóttur við Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira