Erlent

Gíslum sleppt í Írak

Þrír tyrkneskir gíslar, sem hlutu í gær frelsi í Írak, eru nú komnir í faðma fjölskyldna sinna. Fréttastöðin al-Jazeera greindi frá því í gær, að mönnunum hefði verið sleppt þar sem mannræningjarnir vildu ekki drepa múslímabræður sína. Hingað til hafa hryðjuverkamenn og mannræningjar, sem sagðir eru tengjast al-Qaeda í Írak, ekki vílað fyrir sér að drepa gísla sína án tillits til trúar, uppruna og hlutverks þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×