Erlent

Tugmilljóna tjón

Mörghundruð sérsmíðaðra armbandsúra og um þúsund silfurhnífapörum var stolið frá danska silfursmiðnum Georg Jensen. Úrin og hnífapörin höfðu verið smíðuð að ósk Rania Jórdaníudrottningar og var áletrun jórdönsku konungsfjölskyldunnar grafin í gripina. Verðgildi þýfisins er talið vera nálægt sextíu milljónum íslenskra króna. Stuldurinn uppgötvaðist er starfsfólk opnaði verslun Georg Jensens á mánudagsmorgun. Talið er að þjófarnir hafi brotist inn í verslunina einhvern tímann frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×