Erlent

Áhyggjur af umferðaröngþveiti

Grískir embættismenn vara við gríðarlegu umferðaröngþveiti á götum Aþenu ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða meðan Ólympíuleikarnir standa yfir. Ólympíuleikarnir hefjast þann 13. ágúst og standa yfir í tvær vikur. Umferðartakmarkanir verða í gildi frá 20. júlí. Þá munu grískir ökumenn þurfa að láta sér eina akrein duga og láta embættismönnum og íþróttamönnum aðrar eftir. Grískir embættismenn hafa því beint þeim tilmælum til ökumanna að skilja bílinn eftir heima meðan á Ólympíuleikunum stendur og nýta sér frekar almenningssamgöngur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×