Erlent

Kosningar í Mongólíu

Áhrifamesti stjórnmálaflokkur Mongólíu mátti þola ósigur í þingkosningum sem fram fóru um helgina. Fékk flokkurinn, Byltingarflokkur Mongólíu, 35 þingsæti af 76. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókrataflokkurinn, fékk 29 sæti og eru kjósendur taldir hafa viljað lýsa yfir óánægju sinni með stjórn efnahagsmála á valdatíma Byltingarflokksins. Forsætisráðherra landsins sakaði hins vegar stjórnarandstöðuna um að hafa haft rangt við og háværar raddir innan flokksins krefjast endurtalningar atkvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×