Erlent

Fangar í Guantanamo geta áfrýjað

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að meintir erlendir hryðjuverkamenn, sem eru í haldi Bandaríkjamanna í fangelsinu við Guantanamo-flóa á Kúbu, geti áfrýjað varðhaldinu til bandarískra dómstóla. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur yfir Bush forseta og stefnu stjórnarinnar gegn hryðjuverkum. Fangarnir í Guantanamo eru menn sem taldir eru hugsanlegir hryðjuverkamenn og hefur sumum þeirra verið haldið í búðunum í tvö ár án þess að þeim sé birt ákæra, þeir fái að hitta lögmann eða ættingja. Í úrskurði hæstaréttar er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi þeirra 600 útlendinga sem eru í fangabúðunum. Þá er heldur ekkert fjallað um mannréttindi eða borgaraleg réttindi í tengslum við handtökur mannanna og fangelsun þeirra án þess að þeim sé birt ákæra eða tryggður aðgangur að lögmanni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt meðferð fanga í Guantanamo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×