Erlent

Sjóræningjum fjölgar

Sjómenn við strendur Jamaíka kvarta nú hástöfum yfir sjóræningjum sem gerast æ aðgangsharðari í landhelginni kringum eyjuna. Landhelgisgæsla landsins fær á borð til sín tugi tilkynninga um sjórán í viku hverri og fer fjölgandi. Greinilegt er samt að gúrkutíð er þessa dagana hjá sjóræningjunum því þeir ráðast nú nánast á hvað sem er og taka það litla sem hægt er að taka. Sjómenn verða þannig að láta þann litla feng af hendi sem veiðist hverju sinni því sjóræningjarnir víla ekki fyrir sér að skjóta fyrst og spyrja seinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×