Erlent

Fær ekki að vera heima hjá sér

Helen Jensen er sextán ára og bjó þar til nýlega með fjölskyldu sinni í Bandaríkjunum. Nú er hún hins vegar ein og yfirgefin í Danmörku, og má ekki snúa til baka í bili. Jensen-fjölskyldan fluttist til Bandaríkjanna á níunda áratugnum þegar fjölskyldufaðirinn var við vinnu þar. Þar fæddist hjónunum dóttirin Charlotte. Fjölskyldan fór aftur til Danmerkur en eftir stuttan stans þar lá leiðin aftur til Bandaríkjanna árið 1997. Í apríl á þessu ári var svo vegabréfsáritunin útrunnin. Dóttirin sem fæddist í Bandaríkjunum má hins vegar vera áfram þar sem hún er bandarískur ríkisborgari, og hún getur boðið foreldrum sínum slíkt hið sama. Yngri systirin, Helen, má hins vegar ekki vera þar samkvæmt þeirri reglu og því hefur henni verið vísað úr landi. Helen varð að fara og býr nú hjá ömmu sinni í Danmörku en unnið er að því að finna leið til að verða henni úti um vegabréfsáritun og landvistarleyfi. Á meðan eru fjölskylda, vinir, hundur og kærasti mörg þúsund kílómetra í burtu, á Flórída.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×