Erlent

Eftirmaður Prodis enn ekki fundinn

Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, hyggst von bráðar ákveða hvort hann kallar saman sérstakan fund þjóðarleiðtoga Evrópusambandsríkjanna á þriðjudag til að ákveða endanlega hver verður næsti framkvæmdastjóri sambandsins. Vandræðaástand er við það að skapast þar sem leiðtogarnir geta ekki náð samkomulagi um eftirmann Romanos Prodis, þrátt fyrir að margir hafi verið nefndir til sögunnar. Ahern segist nú kanna hvort hægt sé að ná samkomulagi um einhvern frambjóðendanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×