Erlent

Allawi sker upp herör

Nýr forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, kveðst ætla að ganga á milli bols og höfuðs á gömlum stuðningsmönnum Baath-flokksins og erlendum skæruliðum, sem hann segir bera ábyrgð á öldu ofbeldisverka í landinu. Ríflega hundrað manns fórust í fjölda árása í gær, en talið er að hryðjuverkamenn reyni nú að varpa skugga á valdaskiptin í landinu í næstu viku, og grafa undan nýjum stjórnvöldum þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×