Innlent

Kaupa Karen Millen og Whistles

Baugur Group mun væntanlega kaupa verslanakeðjurnar Karen Millen og Whistles fyrir hundrað milljónir punda, eða sem nemur ríflega þrettán milljörðum króna. Dagblaðið Times kveðst hafa þetta eftir traustum heimildum. Baugur kaupir 60 prósenta hlut Kevins Stanford, annars stofnanda fyrirtækisins, en 40 prósent eru í eigu annarra Íslendinga, þeirra á meðal Sigurðar Bollasonar og Magnúsar Ármann. Karen Millen rekur alls yfir 120 verslanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×