Erlent

Hóta kjarnorkusprengingu

Norður-Kóreustjórn hefur hótað að framkvæma tilraunakjarnorkusprengingu, sem túlkað er sem enn ein tilraun stjórnvalda til að beita þrýstingi á þau ríki sem sitja að samningaborði í Peking, og reyna að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Í kjölfar hótunarinnar var lokaathöfn samningalotunnar frestað og óttast sérfræðingar að þetta komi í veg fyrir að nokkur árangur hljótist í viðræðunum, en áður en þær hófust voru menn nokkuð vongóðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×