Erlent

Leiðtogar ræða saman

Joseph Kabila, forseti Kongó, gerir ráð fyrir því að hitta Paul Kagame, forseta Rúanda, fljótlega og ræða óvissuna sem nú er uppi vegna ólgu í austurhluta Kongó. Forystumenn beggja ríkja hafa skotið föstum skotum hvorir á aðra undanfarnar vikur og hafa látið uppi að þeir treysti ekki nágrönnum sínum til að halda friðinn. Níu þúsund hermenn frá Kongó hafa verið fluttir að landamærunum nýlega og óttast sumir að nýtt stríð kunni að brjótast út milli landanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×