Erlent

Stríð byggt á lygavef

"Við lugum okkur leið inn í stríðið," sagði Ron Reagan, sonur Ronalds Reagans fyrrum Bandaríkjaforseta, í sjónvarpsviðtali þegar hann gagnrýndi stefnu George W. Bush harkalega. Reagan yngri sagðist myndu kjósa hvern þann sem gæti lagt Bush að velli í forsetakosningunum í haust. Þegar Reagan eldri féll frá á dögunum þótti Bush leggja mikla áherslu á að sýna með hvaða hætti hann sjálfur líktist forsetanum fyrrverandi. Gagnrýni forsetasonarins er því ekki sem allra heppilegust fyrir Bush en honum til huggunar er rétt að benda á að Reagan yngri hefur löngum verið hávær gagnrýnandi þeirrar stefnu sem faðir hans fylgdi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×