Erlent

Dýr myndi krúnan öll

Kostnaður breskra skattborgara vegna Elísabetar II drottningar nam tæpum fimm milljörðum króna á síðasta ári. Þetta samsvarar því að hvert breskt mannsbarn hafi þurft að borga að meðaltali 80 krónur til að standa straum af kostnaði við uppihald og ferðalög drottningar, lögfræðikostnað og tryggingar auk annarra útgjaldaliða. Hart hefur verið lagt að hirðinni síðustu ár að draga úr útgjöldum drottningar og eiginmanns hennar. Á síðasta ári jukust þau um tæp tvö prósent að verðgildi en lækkuðu um eitt prósent að raungildi að teknu tilliti til verðbólgu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×