Erlent

Lætur ekki undan þrýstingi

Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, segist ekki ætla að láta undan þrýstingi Egypta til þess að hefja viðræður við Palestínumenn á ný. Hann fagnar þó áhuga Egypta á því að vinna að öryggismálum á Gaza-svæðinu eftir fyrirhugað brotthvarf ísraelskra hersveita. Egyptar hafa verið í samningaviðræðum bæði við Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að koma í veg fyrir öngþveiti á Gaza eftir brotthvarf ísraelskra hersveita sem áætlað er á næsta ári. Omar Suleiman, forstjóri egypsku leyniþjónustunnar, hitti palestínska ráðamenn í gær og hefur í hyggju að hitta ísraelska ráðamenn síðar til að ræða um brotthvarfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×