Erlent

Lögregluofbeldi næst á myndband

Myndbandsupptaka sem sýnir handtöku bílþjófs hefur vakið hörð viðbrögð í Los Angeles. Á upptökunni sést lögregla reyna að króa manninn af en hann stekkur út úr bílnum og flýr. Lögreglumenn elta manninn en hann réttir upp hendur og gefst upp. Lögreglumennirnir fjórir taka það hins vegar ekki gilt og ráðast á hann með offorsi. Þeir börðu manninn með kylfum, spörkuðu í hann, meðal annars í höfuðið, og slasaðist hann nokkuð. Málið er í rannsókn. Hægt er að sjá myndbandsupptökuna á VefTíVí síðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×