Erlent

Lögregla beitir mann ofbeldi

Myndbandsupptaka af handtöku bílþjófs hefur vakið hörð viðbrögð í Los Angeles. Á upptökunni sést hvar lögregla króar manninn á stolna bílnum af og hann stekkur út úr bifreiðinni. Lögreglumenn elta og maðurinn réttir upp hendur til að gefast upp. Lögreglumennirnir fjórir taka það hins vegar ekki gilt og ráðast á manninn með offorsi, berja hann með kylfum, sparka í hann, meðal annars í höfuðið, og slasaðist maðurinn, sem virðist vera þeldökkur, nokkuð. Rannsókn stendur yfir á því hvað þarna var um að vera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×