Erlent

Kvæntir með hærri laun

Kvæntir karlar í Bandaríkjunum hafa talsvert hærri meðallaun en ókvæntir karlar, að því greint er frá í tímariti KPMG. Þó er munur á ókvæntum körlum. Þeir sem hafa einhvern tímann verið kvæntir, hafa að meðaltali hærri laun en þeir sem aldrei hafa kvænst. Engar haldbærar skýringar eru á þessu nema þá helst að bæði konum og atvinnuveitendum lítist best á ákveðna tegund karlmanna, sem búi jöfnum höndum yfir þeim eiginleikum að þykja vænlegir til ásta heimafyrir og stórvirkja í vinnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×