Erlent

Bætist í hóp tilnefndra

Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, bættust í gær í hóp þeirra manna sem eru orðaðir við forsetaembætti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þjóðarleiðtogum aðildarríkja sambandsins tókst ekki að koma sér saman um eftirmann Ítalans Romano Prodi, þegar þeir funduðu í síðustu viku. Javier Solana, sem fer með utanríkismál hjá Evrópusambandinu, gaf í skyn um helgina að hann kynni að hafa áhuga á starfinu og þykja möguleikar hans á því hafa aukist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×