Erlent

Upplausnarástand fyrir valdaafsal

Fjórir bandarískir landgönguliðar voru felldir í launsátri í borginni Ramadi vestur af Bagdad í Írak í gær og einn hermaður féll í sprengjuárás í höfuðborginni. Mannræningjar sem halda suður-kóreskum gísl föngnum hótuðu í gær að hálshöggva hann en stjórnvöld í Seúl, sem ætla að senda mörg þúsund hermenn til Írak til viðbótar herafla sínum þar. lýstu því yfir í gær að þau munu halda fast við fyrirætlun sína, þrátt fyrir gíslatökuna. Tveir íraskir hermenn úr nýstofnuðum öryggissveitum féllu í sprengjuárás í Bagdad og fimm Írakar, starfsmenn verktakafyrirtækis, féllu í sprengjuárás skammt frá borginni Mosul í norðurhluta landsins. Atburðir gærdagsins þykja sína að ástand öryggismála í Írak er enn mjög bágborið, rúmri viku áður en stjórnvöld í Írak taka við stjórn landsins af Bandaríkjamönnu og Bretum. Ástandið í Súnní-þríhyrningnum svokallaða er sérstaklega slæmt en í Ramadi, þar sem bandarísku fótgönguliðarnir voru drepnir, er á mörkum hans. Þá er talið að flest þau mannrán sem framin hafa verið Írak síðustu tvo mánuði hafi átt sér stað í Súnní-þríhyrningnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×