Erlent

Engin hætta stafar af föngunum

Engin hætta stafar af flestum fanganna sem haldið er í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Þessu er haldið fram í stórblaðinu New York Times í dag. Þar segir að bandarísk stjórnvöld hafi stórlega ýkt hættuna sem stafi af föngunum og þeim upplýsingum sem þeir búi yfir. Fullyrt er að enginn fanganna sé talinn leiðtogi eða háttsettur félagi í hryðjuverkasamtökum. Rétt tæplega 600 föngum er haldið í Guantanamo, og hefur blaðið eftir heimildarmanni innan stjórnkerfisins að ákaflega litlar upplýsingar hafi fengist við yfirheyrslur á þeim. Mannréttindafrömuðir hafa harðlega gagnrýnt meðferð fanga í Guantanamo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×